Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Euro­vision mamman“ með gleði og kær­leika að vopni

Hera Björk Þórhallsdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist vel stemmd fyrir því að stíga á svið í Malmö í annað sinn í dag þegar önnur æfing íslenska atriðisins fer fram. Reynsla hennar í Eurovision vekur mikla athygli og er hún kölluð „Eurovision mamman“ af sumum úti. Hún segist ætla að einbeita sér að gleðinni en ekki neikvæðni.

Lífið


Fréttamynd

Maikai-hjónin eignuðust stúlku

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Disneydraumurinn varð loks að veru­leika

Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði.

Lífið
Fréttamynd

Keppniskvöld hjá GameTíví

Það er  keppniskvöld hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þá munu þeir keppa sín á milli í leikjum eins og TopSpin (nýjasta tennisleiknum), WWE 2K24 (fjölbragðaglíma) og öðrum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lang­þráður draumur Völu Ei­ríks rættist

Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Lófa­klapp og lita­gleði á tísku­sýningu út­skriftar­nema

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram með pomp og prakt í Hörpu á föstudagskvöld. Fatahönnuðir framtíðarinnar sýndu útskrifarverk sín við frábærar undirtektir gesta. Bjarni Einarsson tökumaður Vísis var á staðnum og tók upp sýninguna en hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér í pistlinum. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnunarhæð Karinar í Nola til sölu

Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa sett fallega hæð á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða eign á efstu hæð í þríbýlishúsi frá árinu 1967 sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Ásett verð er 128,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Baldurs og Felix-fáni falur

Stuðningsmenn framboðs Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar hafa útbúið varning sem þeir selja til stuðnings framboðinu.

Lífið
Fréttamynd

Menningarunnendur nutu veður­blíðunnar í mið­borginni

Menningarhátíðin HönnunarMars var sett með pompi og prakt í Hafnarhúsinu í síðastliðinn miðvikudag. Veðrið lék við hátíðargesti sem marseruðu í skrúðgöngu frá Hörpu að Hafnahúsinu með Lúðrasveit verkalýðsins í broddi fylkingar. 

Lífið
Fréttamynd

„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“

„Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrstu kaup­endur hafi þessi at­riði í huga

„Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 eru fyrstu kaupendur um 30.5% þeirra sem kaupa fasteign á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali en meðalaldur þeirra er um 29 ár. Fasteignirnar sem fyrstu kaupendur fjárfesta í eru um 90 fermetrar og kosta að meðaltali um 65,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast

Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Allt á út­opnu í sólinni

Sumarið er formlega gengið í garð og nutu stjörnur landsins veðurblíðunnar í vikunni eins og þeim einum er lagið. Menningarlífið iðaði á HönnunarMars þar sem fjöldi fólks kynnti sér íslenska hönnun víða um höfuðborgina.

Lífið